Leita í fréttum mbl.is

Girls night out..

Jæja þá er komið að smá fréttapistli frá mér.  Ég sit bara heima þessa dagana og er í verkfalli og er ekkert á leiðinni í vinnu á næstunni...allavegana ef gróa á leiti hefur rétt fyrir sér.  Hjúkrunarfræðingar létu af störfum 16. apríl og engin mætir til vinnu fyrr en að 15% launahækkun er komin í hús.  Ég er ekki einu sinni reiknuð með í neyðarmönnun þar sem að ég er í námi og því ekki hæfur starfskraftur.  Garðurinn minn og garðhúsgögnin njóta hins vegar góðs af verkfallinu og allt verður tekið í gegn og ekki spillir fyrir að veðurspáin boðar sól og um 14 stiga hita um helgina.  Annars er allt gott að frétta héðan, smá flensa í gangi hjá litla manninum sem er búin að vera með hita og kvef undanfarna daga en hann dvelur í góðu yfirlæti hjá móður sinni sem er eins og áður sagði í verkfalli...Síðasta helgi var sérstaklega skemmtileg.  Ég brá mér ásamt Brynju til Herning til þess að kíkja á Evrópumótið í badminton og fylgjast með Íslenska liðinu spila og svo auðvitað hitta Viggu vinkonu.  Gaman að fylgjast með liðinu og sjá gott badminton.  Nú eftir að hafa horft á aðra stunda íþróttir vorum við orðnar ansi svangar þannig að við brugðum okkur út að orða.  Maturinn var góður og ekki spillti fyrir að bjórinn var alveg einstaklega kaldur.  Auðvitað hljóp galsi í okkur vinkonurnar og ákváðum við Brynja að sækja um húsmæðraorlof hjá eiginmönnunum sem að sjálfsögðu voru klárir í að passa börn fram á næsta dag.  Nú eftir matinn brugðum við okkur aftur í höllina til þess að horfa á meira badminton og voru farnar ófáar ferðir á barinn eftir bjór...enda var afgreiðslufókið farið að þekkja okkur að lokum..Eftir allt badmintonið og allann bjórinn var auðvitað ekkert eftir en að mála Herning rauða og eftir að hafa skilað af okkur bílnum (NB. höfðum bílstjóra) og dregið Njörð með okkur var farið á pöbbarölt...Við skemmtum okkur konunglega, það var kjaftað, hlegið, dansað og auðvitað drukkið fram á rauðanótt og auðvitað skemmdi ekki fyrir að við rákumst á formann íslenska badmintonsambandsins og aðra starfsmenn Evrópusambandsins sem allir voru auðvitað í miklu stuði...Kvöldið endaði svo í rúminu hennar Viggu...þrjár þreyttar þrítugar dömur lágu í sama rúmi eins og táningar þangað til að klukkan hringdi klukkan níu daginn eftir og allir drifu sig út í höll aftur.  Það var kannski ekki alveg sama stuðið í fólki eins og kvöldið áður.  Alveg hreint frábær helgi samt og virkilega skemmtilegt að hitta Viggu.....Takk fyrir æðislega helgi stelpur!!!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólöf Guðrún Ólafsdóttir
Ólöf  Guðrún Ólafsdóttir
Akureyringur í Viborg

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband