Leita í fréttum mbl.is

Smá update...

Jæja er ekki kominn tími á eins og eina færslu hér á bæ.   Ég er ennþá í verkfalli og líkar það illa.  Ég er að verða meira og meira á móti verkfalli sem vopni á vinnumarkaðinum og vill jafnvel vera svo frökk að kalla það gamaldags. Ég meina að það borgi sig engan veginn "ökónómískt" ef svo má segja.  Verkfall er dýr lausn sem hefur takmarkaðan árangur sérstaklega hér í danaveldi þar sem atvinnuveitendurnir þ.e. Danske regioner er læstar í fastann ramma sem er ákveðinn á Christiansborg og hafa í raun ekkert að semja um.  Mér finnst í raun grátlegt að þegar að þetta verkfall endar og við stöndum uppi með okkar 12.8% eins og allir hinir sem nb. ekki hafa verið í verkfalli í 8-9 vikur er verkfallskasinn tómur ef ekki í stórum mínus.  Hverjir fylla þennan kassa, já meðlimirnir og það þýðir extra útgjöld fyrir hvern meðlim mánaðarlega plús að það er verðbólga og ljótar verðbólguspár.   Það þarf því ekki neinn stóran stærðfræðisnilling til þess að reikna út að það sem við fáum út úr þessu er takmarkað og jafnvel ekki neitt þegar maður tekur tillit til þess hversu lengi þetta verkfall hefur staðið.  Nú segja margir já en þetta er öflugasta vopnið sem atvinnumarkarðurinn hefur yfir að ráða og þetta snýst ekki bara um peninga heldur að vekja athygli á miklum launamismun í samfélaginu.  Já sammála en ég held samt sem áður að það sé hægt að vekja athygli á faginu og launamismun á annan og jafnvel meira árangursríkan hátt.  Það er hægt að gera helvíta flotta PR herferð fyrir þá summu sem að búið eyða í verfall og ég held líka að það verði mikil vinna að laga traust hins almenna borgara til stéttarinn eftir svona verfalltörn enda hafa kannanir sýnt að samúðin út í samfélaginu er á undanhaldi....já og ekki minnst gagnvart ungu kynslóðinni sem á að sækja inn í hjúkrunarskólana okkar en nú vill örugglega enginn verða nöldrandi og leiðinlegur hjúkrunarfæðingur.....

Ég ætla ekki að hafa þennan pistil minn lengri en snúa mér að okkur famelíunni...Nú erum við Júlíus ein í kotinu en við sendum Thibaut í flug til USA 2. júni og þar verður hann næstu 3 mánuðina eða svo.  Veðrið hefur leikið við okkur hér í Viborg (og í allri Danmörku) og það léttir alltaf lundina þegar sólin skín.  Þar sem að ég er ennþá í verfalli hefur auðvitað verið tími til ýmissa verkefna og það nýjasta var að ég bónaði bílinn hérna á mánudagskveldið og er bara nokkuð ánægð með það.  Fyndið samt hvað það er eitthvað stereotýpískt karlaverk að bóna bíl og vakti það mikla athygli karpeningsins hérna í hverfinu að frúin var úti að pússa bíl....gaman að ögra þessum týpisku kynjahlutverkum.  Annars teljum við dagana þangað til 28. júni því þá förum við Júlíus í heimsókn til Thibauts í USA og verðum í 2 og hálfa viku....mig hlakkar geggjað til enda hef ég ekki verið vestan hafs síðan að við fluttum heim fyrir 4 árum.  Vona samt að ég nái að mæta í vinnu áður....sjáum til.

Jæja að lokum óska ég allra góðrar helgar (þeas ef einhver les þetta bull mitt)

Túrulú....


Verkfallsdagbók

Dagur 33 og það er ekkert að gerast í samningum og fróðir menn eru að spá um þremur vikum í viðbót.  Ég verð að viðurkenna að ég er alveg klár í að byrja í vinnunni aftur er að verða fínt "frí".  Það verður líka spennandi að vita hvaða áhrif þetta verkfall hefur á námið...ég er að ímynda mér að það verði lengt.  Ég er voðalega hrædd um að við fáum ekkert út úr þessu verkfalli þar sem að það er greinilega enginn samningavilji í fólki og ef að ríkisstjórnin grípur inn í (sem er líklegast á núverandi tímapunkti) þá er ólíklegt að hún gefi meira en 12.8% eins og var í boði frá byrjun.  Maður veltir fyrir sér hvort að verkfall sé ekkert annað en dýr og kannski ekki sérlega áhrifamikil lausn.  Danska Hjúkrunarfræðingafélagið segir t.d. á heimasíðu sinn að það kosti félagið um 12 milljónir danskar krónur daglega að hafa félagsmenn í verkfalli...Hva´ það eru litlar 180 millur íslenskar daglega...You do the math?  Hins vegar er ég sammála að verkfallið snúist ekki eingöngu um launatölur heldur einnig um jafnrétti í launum og að tryggja áframhaldandi gæði í heilbrigðiskerfinu.  Það er vaxandi vandamál hér í landi að það eru einfaldlega ekki nógu margir umsækjendur inn í hjúkrunardeildirnar og því eru ekki nógu margir hjúkrunarfræðingar útskrifaðir ár hvert og það er áhyggjuefni.

 


Sumarkoma

Nú held ég að það sé alveg öruggt að sumarið er komið enda er búið að vera sólskin og steik í fleiri daga og virðist ekkert lát vera á góðviðrinu.  Ég hef auðvitað notið þess í botn enda ennþá atvinnulaus og engir samningar komnir í hús enn.  Þetta er bara hið besta sumarfríi og fínt að hlaða batteríið fyrir sumarið áður en að karlinn flýr land og skilur mig eftir með hús, hund og barn.  Garðurinn hefur aldrei verið fegri og ég er búin að búa til tvö ný beð í verkfallinu.  Það er kannski ekki stór áskorun að stinga upp eins og eitt beð heldur að halda lífi í plöntudótinu á eftir en það verður að koma í ljós.  Pallurinn var málaður í í gær og garðhúsgögnin hafa aldrei verið flottari þannig að núna er að nást fyrir endann á vorverkunum.  Í gær brá ég mér í flugtúr með eiginmanninum í nágrenni Viborgar og Silkiborgar.  Það var virkilega gaman og veðrið var magnað.  Ég fékk meira segja að fljúga mest alla leiðina og því dusta rykið af gömlum töktum.  Eiginmaður minn er hugrakkur maður og leyfði mér að lenda og það úr hægra sæti...magnað alveg..enda langt síðan að ég hef flogið...

Nú helgin býður víst upp á meira sólskinsveður og því verða allir í sólskinsskapi.  Ég ætla að kíkja út með Charlotte vinkonu minni á Laugardaginn og svo er planað að heimsækja vinafólk í bústað á sunnudag...

Jæja best að snúa sér aftur að imbanum er að horfa á skelfilegan þátt sem heitir Paradise Hotel...jésús minn þvílík og önnur eins vitleysa en það er skárra en að fara niður í kjallara og hengja upp þvott...svona er maður klikkaður...

Har det bra´


Go´dag, go´dag

Heilbrigðið er að komast á réttan kjöl eftir að hafa slegið botnin í veikindin með góðri magakveisu, það góða við allar þessar kveisur undanfarna daga er að gallabuxurnar passa óneitanlega betur...þannig þetta var ekki alslæmt..Nú verkfallið heldur áfram og lítur ekkert út fyrir að samningar séu á næsta leyti.  Ég bíð bara þolinmóð á meðan og höfum við Júlíus bara átt ansi góða daga síðustu viku með ferðum niður að andapolli, rólóferðir ofl.  Núna er löng helgi og hefur Thibaut bara verið heima hjá okkur enda sjaldséður hér heima við þessa dagana...bæði búinn að vera á Íslandi og á Grænlandi þessa vikuna.  Íslandsferðin var upphaflega plönuð fyrir viku síðan og ætluðum við Júlíus að fljóta með og borða kvöldmat með systur minni á sumardaginn fyrsta en það varð ekkert úr því þar sem að vélin bilaði og varahlutirnir náðu ekki í tæka tíð til Álaborgar og því varö ekkert  úr þeirri ferð...enda er Danski flugherinn gjarnan kallaður "May be not airlines" hérna heima við og við erum ekki óvön að breyta plönum í síðasta augnabliki..

Nú helgin bíður upp á barnaafmæli í Álaborg á morgun....og það verður örugglega mikið fjör.  Við vorum líka í barnaafmæli í gær þannig að kvótinn er örugglega fullur eftir morgundaginn..Það er ekki mikið annað planað hér á bæ þessa helgina..reyndar er garðurinn alltaf til taks ef manni vantar verkefni, já og svo er sundhöllinn alltaf vinsæl...kannski að maður sleppi  bara bíkiní toppinum og viðri elskurnar eins og er orðið nýmóðins í Köbenhavn....

Neibb ætli það....


Er ekki bara allt í þessu fína

Hér er allavegana allt í góðu.  Verð að nefna hérna í þriðju færslunni í röð að veðrið er alveg hreint magnað þessa dagana og maður er alveg að komast i sumarfílínginn.  Vantar samt svona herslumuninn hitalega séð áður en að maður fer að spóka sig berleggjaður í pilsi.  Júlíus er orðinn ansi hress eftir flensuna en eyminginn hún móðir hans er ekki alveg jafn spræk er þó öll að koma til.  Nefið er gjörsamlega stíflað af hor og magnið er trúlega svo mikið að í gær veltist það út í eyrun.  Það er allavegana mín kenning þar sem að hægt og hljót mynduðust miklar hellur í eyrunum á mér og eru þar enn í dag....og er með stöðugan tinnitus..jamm er samt á bataleið er alveg sannfærð.   Nú er verkfallið búið að standa yfir um 10 daga og ekkert virðist vera að gerast ég og Júlíus brugðum okkur í kröfu og mótmælagöngu í fyrradag.   Það var bara býsna skemmtilegt en fyrsta skipti sem ég reyni slíkt.  Það var skemmtilegt að hitta kollegana aftur og mikil og góð stemming á leiðinni....nú er að bíða og sjá hvað gerist.

Billede068


Hor og aftur hor

Það passaði náttúrulega þegar ég er í "fríi" að nefið er stútfullt af hor og augun fljótandi og svo er Júlíus minn í sama báti nema að hann er með lungnabólgu og kominn á sýklalyf.  Já það er ekki gott heilsufarið á okkur þessa dagana og ekkert annað að gera en að skríða undir sæng og reyna að losna við bölvuðu bakteríurnar.  Annars er það erfitt þessa dagana þar sem að veðrið leikur við okkur og vorið er komin með sól í heiði og fuglasöng.   Ég hef verið að þrjóskast við garðverkin undanfarna daga og nú er maður að byrja að sjá ávöxt erfiðisins og það er ósköp yndælt að setjast út á pall.   Það er ekkert nýtt að frétta af samningaviðræðum þannig að ég geri ráð fyrir því að vera heimavið næstu daga ef ekki vikur..

Bæ í bili...


Girls night out..

Jæja þá er komið að smá fréttapistli frá mér.  Ég sit bara heima þessa dagana og er í verkfalli og er ekkert á leiðinni í vinnu á næstunni...allavegana ef gróa á leiti hefur rétt fyrir sér.  Hjúkrunarfræðingar létu af störfum 16. apríl og engin mætir til vinnu fyrr en að 15% launahækkun er komin í hús.  Ég er ekki einu sinni reiknuð með í neyðarmönnun þar sem að ég er í námi og því ekki hæfur starfskraftur.  Garðurinn minn og garðhúsgögnin njóta hins vegar góðs af verkfallinu og allt verður tekið í gegn og ekki spillir fyrir að veðurspáin boðar sól og um 14 stiga hita um helgina.  Annars er allt gott að frétta héðan, smá flensa í gangi hjá litla manninum sem er búin að vera með hita og kvef undanfarna daga en hann dvelur í góðu yfirlæti hjá móður sinni sem er eins og áður sagði í verkfalli...Síðasta helgi var sérstaklega skemmtileg.  Ég brá mér ásamt Brynju til Herning til þess að kíkja á Evrópumótið í badminton og fylgjast með Íslenska liðinu spila og svo auðvitað hitta Viggu vinkonu.  Gaman að fylgjast með liðinu og sjá gott badminton.  Nú eftir að hafa horft á aðra stunda íþróttir vorum við orðnar ansi svangar þannig að við brugðum okkur út að orða.  Maturinn var góður og ekki spillti fyrir að bjórinn var alveg einstaklega kaldur.  Auðvitað hljóp galsi í okkur vinkonurnar og ákváðum við Brynja að sækja um húsmæðraorlof hjá eiginmönnunum sem að sjálfsögðu voru klárir í að passa börn fram á næsta dag.  Nú eftir matinn brugðum við okkur aftur í höllina til þess að horfa á meira badminton og voru farnar ófáar ferðir á barinn eftir bjór...enda var afgreiðslufókið farið að þekkja okkur að lokum..Eftir allt badmintonið og allann bjórinn var auðvitað ekkert eftir en að mála Herning rauða og eftir að hafa skilað af okkur bílnum (NB. höfðum bílstjóra) og dregið Njörð með okkur var farið á pöbbarölt...Við skemmtum okkur konunglega, það var kjaftað, hlegið, dansað og auðvitað drukkið fram á rauðanótt og auðvitað skemmdi ekki fyrir að við rákumst á formann íslenska badmintonsambandsins og aðra starfsmenn Evrópusambandsins sem allir voru auðvitað í miklu stuði...Kvöldið endaði svo í rúminu hennar Viggu...þrjár þreyttar þrítugar dömur lágu í sama rúmi eins og táningar þangað til að klukkan hringdi klukkan níu daginn eftir og allir drifu sig út í höll aftur.  Það var kannski ekki alveg sama stuðið í fólki eins og kvöldið áður.  Alveg hreint frábær helgi samt og virkilega skemmtilegt að hitta Viggu.....Takk fyrir æðislega helgi stelpur!!!

 


Jæja já

Þá er stóru afmælishelginni lokið og búið að taka á móti gestum alla helgina.  Ljómandi skemmtilegt bara.  Ég skellti inn myndum á barnaland af afmælinu og fleiri.  Annars er þetta myndakerfi að gera mig bilaða..tekur hálft kvöldið að setja inn nokkrar myndir. 

Hef þetta ekki lengra í kvöld, er þreytt og ein heima og ætla að slappa af og njóta kvöldsins...

Góða nótt


Bara í stuði..

Já svei mér þá...bara þrjú blogg með stuttu millibili...Húrra fyrir mér.  Þá er páskagestirnir farnir..sniff sniff.  Ég og Júlíus skutluðumst til Karup í morgun með mömmu og pabba sem voru að leggja í hann til Íslands.  Páskarnir runnu ljúflega niður en ég vísa bara í síðustu færslu..it says it all. 

Ekki er öll vitleysan ein, var að opna póstinn minn og fékk furðulegt tilboð...eins og kannski margir vinir mínir vita þá er ég með á Facebook og ekkert nema gott um það að segja nema hvað að núna var einhver rugludallur að senda mér póst og vill bjóða mér "Hotties" .  Einhver að nafni FADI er semsagt að bjóða mér kvennabúrið sitt...og með póstinum voru 5 nöfn trúlega kvennmenn af miðausturlenskum uppruna. Ég veit ekki hvort ég á að vera uppi með mér...því að ég hélt að maður deildi ekki kvennahópnum sínum með öðrum...ég hef því miður ekkert í skiptum, bara danskann kall..Alla vegana undarlegt tilboð í allastaði..

Annars er verður nóg að starfa um helgina en hann Júlíus minn verður tveggja ára á sunnudaginn.  Já tíminn líður hratt og þessi elska verður alltaf stærri og stærri.  Auðvitað höldum við upp á daginn og erum nú þegar búin að taka forskot á hátíðarhöldin.  Lísbeth dagmamma og hinir strákarnir sem hún passar komu í morgunkaffi í dag og það var mikið fjör eins og gefur að skilja.  Föðurfjölskyldan er svo á leiðinni um helgina og verður án efa kát í kotinu þegar að allt fólkið er komið saman...oft er mikið rökrætt  enda rennur suðlenskt blóð í þeirra æðum.

Afmælisbarnid


Gleðilega páska

Gleðilega páska alle sammen.  Hér á Lærkevej er páskahyggen að ná hámarki en íslensk Nóa páskaegg voru dregin upp úr íslenskum ferðatöskum í morgun..og það yljaði mitt íslenska hjarta að fyrstu páskaegg einkasonarins voru íslensk...og auðvitað var atburðurinn festur á filmu og verður birtur á síðu Júlíusar við tækifæri.   Veturkonungur ákvað að heimsækja konungsríkið um páskana og er bara búið að vera helv. skíta kuldi og snjókoma síðan fyrir helgi.  Því fóru öll plön um garðvinnu í vaskinn..ég náði þó að hreinsa eins og eitt beð áður en að veturinn kom..eins og ég hef áður sagt þá eru það litlu sigrarnir sem skipta máli..Júlíus er auðvitað kátur með snjóinn og hefur fengið að leika sér úti í honum.  Við erum búin að fá skemmtilegar heimsóknir um páskana...fyrir utan auðvitað aðalheimsóknina.  Charlotte og Freja kíktu á okkur á skírdag en litla Freja fótbraut sig fyrr í vikunni (hún er mánuði yngri en Júlíus).  Hún er algjör hetja og hoppar á einum fæti þessi elska.  Nú á föstudaginn langa komu Brynja, Laufey og María Rún í stelpuferð til Viborgar...rosalega skemmtilegt að sjá þær og allt of langt síðan að ég hef séð hana Laufeyju...en það var mikið spjallað og hefðum við örugglega getið haldið áfram lengi lengi en þær stöllur þurftu að fara aftur til Aarhus...

Annars er planið einfalt í dag..innbyrða íslensk páskaegg, hangiket og svona til að toppa íslensku stemminguna er Siggurrósar diskurinn heima í DVD tækinu....sem by the way er algjör snilld....Sé enn eftir að hafa misst af tónleikinum í Ásbyrgi..


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Næsta síða »

Höfundur

Ólöf Guðrún Ólafsdóttir
Ólöf  Guðrún Ólafsdóttir
Akureyringur í Viborg

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband